Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum (áður nefnt Háskólasetur Suðurnesja) var formlega stofnað á árinu 2004. Setrið er vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög á Suðurnesjum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.

Rannsóknasetrið er til húsa að Garðvegi 1 í Sandgerði og samnýtir aðstöðu með Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðinni og Fræðasetrinu í Sandgerði. Sandgerðisbær hefur staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofnana frá upphafi og eru ýmis rannsóknaverkefni unnin í góðri samvinnu við þær.

Við setrið eru stundaðar margvíslegar rannsóknir sem tengjast lífríki sjávar og fuglum.Sérstök áhersla er á rannsóknir á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur.

Forstöðumaður er dr. Halldór Pálmar Halldórsson.

Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu setursins.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is