Sumarstörf við rannsóknasetur Háskóla Íslands

Þrjú störf við rannsóknasetur Háskóla Íslands hafa verið auglýst í gegnum átak Vinnumálastofnunar - sumarstörf námsmanna 2016.

Auglýst er eftir starfsmanni í ferðamálarannsókn í Vatnajökulsþjóðgarði við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði. Nánari upplýsingar um starfið má finna hér.

Þá er auglýst eftir starfsmanni í ferðamálarannsókn á Norðurlandi við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Húsavík. Nánari upplýsingar um starfið má finna http://form.vinnumalastofnun.is/sumarstorf/jobsview.aspx?pk_job_id=3888

Loks er auglýst eftir starfsmanni í ferðamálarannsókn á Seyðisfirði og Egilsstöðum og má finna nánari upplýsingar um starfið hér.

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí nk.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is