Þjóðarspegillinn 1. nóvember

Föstudaginn 1. nóvember 2019 verður Þjóðarspegillinn, ráðstefna í félagsvísindum, haldin í 20. skipti í Háskóla Íslands. Þar gefst fræðimönnum tækifæri til á að kynna rannsóknir sínar og eiga samræðu við almenning og aðra fræðinga. Starfsfólk Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu tekur þátt í þremur málstofum á Þjóðarpeglinum og flytur þar fjögur erindi. 

Fyrst er að nefna málstofuna Hörmung og hamingja. Hversdagslíf og hugmyndaheimur í persónulegum heimildum frá 19. öld. Sú málstofa hefst kl. 9:00 og er staðsett í Lögbergi, stofu 201. 

Önnur málstofa er Send í sveit: Þetta var í þjóðarsálinni. Þar er fjallað um siðinn að senda börn í sveit og hefst sú málstofa kl. 11:00 og verður einnig í Lögbergi, stofu 201. 

Þriðja málstofan sem tengist Rannsóknasetri HÍ á Ströndum er Á jaðrinum í sögnum og arkífum. Hún hefst kl. 13:00 og er haldin í Odda, stofu 105. 

Öll sem áhuga hafa eru hjartanlega velkomin á þessar málstofur og aðra viðburði á Þjóðarspeglinum, þessari merkilegu uppskeruhátíð félagsvísindafólks. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is