Um stofnunina

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, fornleifafræði og þjóðfræði. Stofnunin byggist á níu rannsóknasetrum Háskóla Íslands sem eru faglega sjálfstæðar einingar.

Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Markmið stofnunarinnar er m.a. að stuðla að rannsóknum, menntun og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land. Jafnframt að vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélög setranna. Með þeim hætti leggja rannsóknasetrin af mörkum við að efla tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands er Sæunn Stefánsdóttir.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands var sett á fót 2001 með stofnun Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði. Vorið 2020 eru rannsóknasetrin níu talsins um land allt og að auki er hafin starfsemi undir hatti Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum að nýju. 

""

Myndina tók Tómas Grétar Gunnarsson.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is